Þú ert á ferðinni.

Verkefni fyrir fyrstu hittinga í Wuppertal.

Við bjóðum öllum áhugasömum að taka þátt og láta á sig reyna sem „Chess Mate/s“. Nú í sumar í Wuppertal   – Staldriði við!

 

Hvað er Chess Mate/s?

Það er taflleikur. Samtalsverkefni án takmarkanna. Heilt tungumál út af fyrir sig, útbreitt á nokkrum fersentimetrum. Og býður upp á margvíslega möguleika á félagslegum samskiptum. Tilvalið til að kynnast fólki á gamansaman hátt í afslöppuðu andrúmslofti.

Bæði byrjendur og áhorfendur eru hjartanlega velkomnir og þurfa ekki að vera fyrirfram upplýstir um leikinn.

Afhverju skák?

Í hundruði ára hefur þessi eldgamli leikur hrifið fólk alls staðar að úr heiminum og hefur fram til dagsins í dag ekki glatað neinu af vinsældum sínum. Eftir að hafa komið frá Indlandi og haldið yfir Persíu og önnur arabísk lönd, er skák orðin að alþjóðlegu tungumáli. Frá austri til vesturs sér maður leikendur á bekkjum í görðum eða kaffihúsum djúpt niðursokkna í samræður milli tveggja sem fara fram á einföldu köflóttu bretti. Það er ekki einungis síðan að Netflix þættirnir „The Queen’s Gambit“ byrjuðu, eða frá því að Covid skall á, að skák sé orðin vel aðgengileg innan mismunandi aldurshópa og félagslegra kringumstæðna.

Einnig langar okkur til að nota skákina fyrir hittinga í borginni okkar.  

Geymið dagsetningarnar!

Nú í sumar langar okkur spila með ykkur skák á sex sunnudögum.

Hér á netinu munum við bráðlega tilkynna stað og stund.  

Staður og stund verða tilkynnt síðar.

Við erum Chess Mates

Sjálfar heitum við Julia og Michelle, mastersnemar í almannahagsmuna-hönnun við „Bergische Universität“ Wuppertal. Og undir þessum formerkjum höfum við hafið þetta verkefni. Júlía hefur lagt stund á skák í um eitt og hálft ár og með áhuga sínum hefur hún smitað Michelle, sem hefur stundað leikinn í um tvo mánuði.  

Chess Mate/s á Instagram

Einhverjar spurningar?

Þýðing úr Chess Mate: Þorbjörn Björnsson